Manchester City tekur á móti Bayern Munchen í sannkölluðum stórleik í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Um er að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum.
Byrjunarliðin eru klár. Pep Guardiola gerir eina breytingu á liði City sem burstaði Southampton um helgina. Bernardo Silva kemur inn fyrir Riyad Mahrez.
Hjá Bayern eru þeir Sadio Mane og Joao Cancelo á bekknum, en sá síðarnefndi er á láni hjá Bayern frá City.
Byrjunarlið City
Ederson, Stones, Akanji, Dias, Ake, Rodri, Gundogan, De Bruyne, Grealish, Silva, Haaland
Byrjunarlið Bayern
Sommer, Pavard, Upamecano, de Ligt, Davies, Kimmich, Goretzka, Sane, Musiala, Coman, Gnabry
Í hinum leik kvöldsins mætast Benfica og Inter.
Byrjunarlið Benfica
Vlachodimos; Moraes, A Silva, Morato, Grimaldo; Luis, Chiquinho; Mario, R Silva, Aursnes; Ramos
Byrjunarlið Inter
Onana; Darmian, Acerbi, Bastoni; Dumfries, Barella, Brozovic, Mkhitaryan, Dimarco; Martinez,Dzeko
Leikirnir hefjast klukkan 19.