„Vona að það sé allt í lagi með Vuk eftir þetta högg í vítaspyrnudóminum,“ skrifar bakvörður Fram, Adam Örn Arnarson eftir leik liðsins gegn FH í Bestu deild karla í gær.
Adam fékk dæmda á sig vítapsyrnu í 2-2 jafntefli liðanna en hann fór þá með höndina í andlitið á Vuk Oskar Dimitrijevic. Kjartan Henry Finnbogason skoraði af öryggi úr spyrnunni.
Vona að það sé allt í lagi með Vuk eftir þetta högg í vítaspyrnudóminum 🥶
— Adam Arnarson (@AdamOrn2) April 10, 2023
Vuk féll í teignum en Adam er á því að höggið hafi nú ekki verið neitt sérstaklega mikið ef marka má Twitter færslu hans.
Vuk átti frábæran leik í Úlfarársdal í gærkvöld en var þetta það besta sem sést hefur frá honum í búningi FH.
Sigurður Gísli Snorrason fyrrum leikmaður FH lagði orð í belg við færslu Adams. „Vuk hægeldaði þig í 70 mínútur áður en hann var tæklaður út úr leiknum kúturinn meeeeen,“ skrifaði Sigurður sem oftast er kallaður Siggi Bond.