Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain, er búinn að taka beinan þátt í þúsund mörkum á ferlinum.
Þetta varð að veruleika um helgina er PSG vann Nice 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni og lagði Messi upp annað markið í sigrinum.
Messi hefur nú tekið beinan þátt í þúsund mörkum en aðeins mörk og stoðsendingar eru teknar með.
Argentínumaðurinn upplifði erfiða tíma í París á sínu fyrsta tímabili og skoraði aðeins sex mörk í 26 deildarleikjum.
Hingað til í vetur hefur Messi skorað 14 mörk í 25 leikjum og 19 mörk í 34 leikjum í heild sinni.
Hann hefur skorað 713 mörk á ferlinum og lagt upp önnur 277 sem er stórkostlegur árangur.