fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Menn eins og Ronaldo og Birkir Már halda Jóhanni Alfreði ungum

433
Mánudaginn 10. apríl 2023 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla hefst í dag með heilli umferð og er eftirvæntingin mikil.

Leitað var til stuðningsmanna liðanna í deildinni og lagður fyrir þá spurningalisti.

Fyrir hönd Valsara svaraði skemmtikrafturinn Jóhann Alfreð Kristinsson.

Hvernig líst þér á sumarið hjá þínu liði?
Maður kemur alltaf bálstemmdur inn í sumarið og engin breyting þar á í ár. Það hafa auðvitað orðið breytingar, nýtt teymi í brúnni og ég held að við Valsarar séum almennt bjartsýnir á komandi sumar eftir breytingarnar. Maður heyrir að lyftingasalurinn hafi verið tekinn í gegn á Hlíðarenda í vetur og að Jónas niður í Val sé búinn að vera næra mannskapinn upp á tíu. Svo ég býst við liðinu í góðu standi og allsvakalegum gír.

Hvernig finnst þér hafa gengið að styrkja leikmannahópinn?
Ágætlega. Nokkrir spennandi ungir komnir inn og það mátti alveg yngja aðeins upp. Lúkas Logi hefur verið að stimpla sig inn á undirbúningstímabilinu og er spennandi. Adam Ægir setti hann stöngin inn hjá Völsurum áður en hann mætti með derhúfubingóinu sínu á Twitter og það verður gaman að fylgjast með honum. Svo er reynsla að detta inn í bland. Andri Rúnar er svona jóker sem ég held að minni á sig í sumar. Ég hef líka alltaf verið mjúkur fyrir Kaiserslautern í Búndeslígunni og Andri á auðvitað leiki þar þannig að þetta er minn maður.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í liðinu?
Það er Vindurinn (Birkir Már Sævarsson). Líka þegar maður er maður er kominn á minn aldur þá fer manni að þykja svo vænt um að sjá menn sem eru eldri en maður sjálfur inn á vellinum. Ég og Ronaldo til dæmis, við erum nánast jafngamlir upp á dag og maður er alltaf að tjekka á því hvort hann hafi ekki verið að setja hann í Sádí. Þetta heldur manni ungum. Og Birkir er bráðungur í raun í fótbolta. Á sennilega ennþá eftir að færa sig í miðvörðinn svo það er nóg eftir. Svo er hann auðvitað púra Valsari út í gegn og með yfir 100 landsleiki á bakinu. Allir Valsarar held ég að elski hann.

Ertu dugleg/ur að mæta á völlinn hjá þínu liði?
Í gegnum tíðina já. Maður hefur verið að setja þetta í calendar þegar að umferðarröðin liggur fyrir og reynt að mæta á allt sem maður getur. Brunað fyrr heim af ættarmótum og svona til að komast kannski á leik úti á móti Fylki. En það hefur örlítið dvínað mætingin rétt síðustu ár, með börn heima og svona, en þá er maður yfirleitt með leikina mallandi í sjónvarpinu eða í símanum. Svo hefur verið töluverð keyrsla að vera Valsari síðustu vor með allar úrslitakeppnir innanhúss í gangi líka. Þetta er soldið eins og að vera komin aftur í stúdentsprófin í keyrslu. En bara gaman.

Fyrir utan heimavöllinn hjá þínu félagi, hvar er skemmtilegast að fara á völlinn?
Það var lengi vel alltaf gaman að fara í Frostaskjólið því okkur gekk svo vel þar en það hefur aðeins verið rysjóttara undanfarin ár. En auðvitað alltaf gaman að sækja úrslit í Vesturbæinn. En ég er ansi hrifinn af heimavelli hamingjunnar hjá Víkingum. Þetta er svipað og á Hlíðarenda, í góðu veðri þá er snýr stúkan í rétta átt og þá er nauðsynlegt að vera með Piz Buin brúsann á sér. Svo eru þeir eru að vinna með allsvakalega hamborgara þarna í Víkinni. Þetta er alvöru meistari sem er að snúa þeim þarna í Fossvoginum sem smellir svo Doritos flögum á milli. Svo þekkir maður marga Víkinga og rekst alltaf á einhverja þar svo já, það er Víkin.

Hvað finnst þér um fyrirkomulagið í Bestu deildinni sem var prófað í fyrsta sinn á síðustu leiktíð?
Það var nauðsynlegt að lengja mótið allavega. Árið í fyrra var kannski ekki alveg marktækt með Blikana stungna af og nær enga spennu bæði í efri og neðri helmingi. En við gefum þessu klárlega sjens. Svo má eflaust alltaf herða einhverjar skrúfur. Meiri fótbolti. Meiri gleði.

Hvaða lið verður Íslandsmeistari?
Ég ætla að setja þetta á Blikana. Því miður. En við verðum þarna í toppbaráttunni með þeim. Gott ef tökum ekki annað sætið. Svo löndum við honum 24. Það er ólympíuár. Við erum yfirleitt alltaf sterkir á þeim.

Fréttablaðið / Sigtryggur Ari
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu