Roy Keane, goðsögn Manchester United, gagnrýndi Andy Robertson harkalega í setti Sky Sports í gær.
Robertson virtist fá olnbogaskot frá línuverðinum Constantine Hatzidakis í leik gegn Arsenal og eru dómarasamtökin að rannsaka atvikið.
Robertson kvartaði í línuverðinum á meðan leik stóð og virtist snerta hann örlítið sem orsakaði viðbrögðin.
Keane segir að Robertson sé eins og smábarn á velli og hvetur hann til að einbeita sér að eigin leik frekar en að rífast í dómurunum.
,,Hann ætti að einbeita sér meira að varnarleiknum. Ég hef horft á Robertson margoft og hann er eins og smábarn,“ sagði Keane.
,,Haltu bara áfram að spila þinn leik og einbeittu þér að vörninni. Hann ákvað að rífa í línuvörðinn fyrst.“