AC Milan á Ítalíu er búið að ákveða það að framlengja ekki samning Zlatan Ibrahimovic sem rennur út í sumar.
Frá þessu greinir Footmercato en Zlatan er 41 árs gamall og hefur lítið spilað á tímabilinu.
Meiðsli hafa sett stórt strik í reikning Zlatan sem virðist eiga lítið eftir miðað við meiðslin í vetur.
Milan ætlar ekki að taka Zlatan í annað ár og eru allar líkur á að hann leggi skóna á hilluna í sumar.
Zlatan gerði eins árs framlengingu við Milan í júlí 2022 en hefur spilað mjög takmarkað síðan þá vegna meiðsla.