Það er óhætt að segja að Breiðablik sé ekki að byrja Íslandsmótið mjög vel en liðið spilar nú við HK.
Þessi Kópavogsslagur fer fram á Kópavogsvelli en staðan eftir aðeins 20 mínútur er 2-0 fyrir HK.
Nýliðarnir hafa byrjað virkilega vel en Marciano Aziz kom liðinu yfir áður en Örvar Eggertsson bætti við öðru marki.
Þetta er staða sem kemur flestum ef ekki öllum á óvart en nóg er þó eftir af leiknum.
Breiðablik varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili en HK tryggði sæti sitt í efstu deild á sama tíma.