Breiðablik 3 – 4 HK
0-1 Marciano Aziz(‘2)
0-2 Örvar Eggertsson(‘7)
1-2 Gísli Eyjólfsson(’74)
2-2 Stefán Ingi Sigurðarson(’77)
3-2 Höskuldur Gunnlaugsson(’78, víti)
3-3 Höskuldur Gunnlaugsson(’89, sjálfsmark)
3-4 Atli Þór Jónasson(’94)
Lokaleik dagsins í Bestu deild karla er nú lokið en boðið var upp á stórkostlegt fjör á Kópavogsvelli.
Breiðablik tók á móti HK en flestir bjuggust við öruggum sigri Íslandsmeistarana gegn nýliðunum í nágrannaslag.
HK byrjaði leikinn frábærlega og komst í 2-0 eftir aðeins sjö mínútur með mörkum frá Marciano Aziz og Örvari Egertssyni.
Blikar voru lengi að svara fyrir sig en á fjögurra mínútna kafla jafnaði liðið metin í seinni hálfleik.
Gísli Eyjólfsson skoraði það fyrsta, Stefán Ingi Sigurðarson bætti við því öðru þremur mínútum síðar og svo kom Höskuldur Gunnlaugsson liðinu yfir úr vítaspyrnu.
Þá bjuggust flestir við að Blikar myndu fagna sigri en á 89. mínútu jafnaði HK er Höskuldur varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark, staðan því orðin jöfn á ný.
HK skoraði svo sigurmark er fjórar mínútur voru komnar yfir uppbótartímann en Atli Þór Jónasson kom þá boltanum í netið til að tryggja sigur.
Ótrúleg byrjun á Íslandsmótinu en HK fagnar sigri í stórkostlegum sjö marka leik.