Fyrstu leikjunum í Bestu deild karla árið 2023 er nú lokið en mörkin voru alls fimm í tveimur leikjum.
KR var nálægt því að ná í góðan útisigur í fyrsta leik en liðið spilaði við KA.
Leikið var á Akureyri en Kristján skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu þegar 83 mínútur voru komnar á klukkuna.
Lengi leit út fyrir að KR myndi ná í sigur en Þorri Mar Þórisson jafnaði metin fyrir KA á lokasekúndunum til að tryggja stig.
Það var dramatík í hinum leiknum þar sem Keflavik lenti undir gegn Fylki í Árbænum.
Benedikt Daríus Garðarsson kom Fylkismönnum yfir úr vítaspyrnu en Sami Kamel jafnaði metin fyrir gestina í seinni hálfleik.
Á 92. mínútu skoraði svo Dagur Ingi Valsson fyrir Keflvíkinga til að tryggja dramatískan sigur.
KA 1 – 1 KR
0-1 Kristján Flóki Finnbogason(’83, víti)
1-1 Þorri Mar Þórisson(’90)
Fylkir 1 – 2 Keflavík
1-0 Benedikt Daríus Garðarsson(’30, víti)
1-1 Sami Kamel(’74)
1-2 Dagur Ingi Valsson(’92)