Jesse Marsch, fyrrum stjóri Leeds United, er hættur við að taka við liði Leicester City.
Frá þessu greinir Telegraph en Leicester var nálægt því að ná samkomulagi við Marsch sem var rekinn frá Leeds fyrr í vetur.
Marsch hafði áhuga á starfinu um tíma en viðræður virðast hafa siglt í strand og tekur Bandaríkjamaðurinn ekki við.
Leicester er í harðri fallbaráttu og þarf mikið á reyndum stjóra að halda í von um að forðast fall í Championship-deildina.
Ástæðan ku vera sú að Marsch er ekki sannfærður um að hann geti haldið Leicester uppi og hefur engan áhuga á að þjálfa í næst efstu deild næsta vetur.