Frank Lampard, stjóra Chelsea, er meinað að tjá sig um þjálfarateymi sitt að eigin sögn.
Lampard tók við Chelsea á dögunum tímabundið og vinnur þar með Ashley Cole, Joe Edwards og Chris Jones.
Lampard stýrði sínum fyrsta leik með Chelsea í rúmlega tvö ár um helgina en hann tapaðist 1-0 gegn Wolves.
Eftir leikinn var Lampard spurður út í hvaða menn myndu veita honum aðstoð og var svar hans ansi athyglisvert.
,,Ég má ekki tala um þjálfarateymið af einhverjum ástæðum. Þið getið skrifað um það sem þið sáuð,“ sagði Lampard.
Lampard má ekki nefna aðstoðarmenn sína á nafn en ástæðan er óljós.