Umboðsmaður miðjumannsins Sofyan Amrabat hefur staðfest það að Manchester United hafi sýnt honum áhuga í janúar.
Amrabat var frábær fyrir landslið Marokkó á HM undir lok síðasta ár sen hann spilar með Fiorentina.
Það eru allar líkur á að Amrabat færi sig um set í sumar en Man Utd gæti jafnvel lagt fram nýtt tilboð.
,,Eins og er þá erum við ekki með neitt tilboð á borðinu en Fiorentina er tilbúið að hlusta,“ sagði Mohamed Sinouh, umboðsmaður hans.
,,Það er loforð sem þeir gáfu okkur þegar þeir höfnuðu öllum tilboðum í janúarglugganum.“
,,Við fengum mörg tilboð í leikmanninn og eitt frá Manchester United en við náðum ekki samkomulagi.“