Paul Scholes, goðsögn Manchester United, telur að Harry Kane hafi engan áhuga á að ganga í raðir félagsins í sumar.
Kane er orðaður við Rauðu Djöflana en hann er leikmaður Tottenham en á eftir að vinna stóran titil á sínum ferli.
Kane er einn besti markaskorari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar og hefur lengi verið einn besti framherji heims.
Englendingurinn var nálægt því að fara til Manchester City fyrir tveimur árum en það var hans síðasti séns að mati Scholes.
,,Ég tel að mörkin séu vandamálið, við erum langt á eftir Manchester City og Arsenal á toppi deildarinnar þegar kemur að þeim,“ sagði Scholes.
,,Ég held að Harry sé mjög ánægður þar sem hann er. Ef hann hefði fært sig um set væri það til Manchester City fyrir tveimur árum.“
,,Hann væri stórkostlegur, örugg 25 mörk en það væri erfitt fyrir hann að færa sig hingað 30 ára gamall. Það væri líka áhætta fyrir Man Utd.“