Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur útskýrt af hverju Kyle Walker hefur misst sæti sitt í byrjunarliði liðsins.
Walker hentar ekki nýjum leikstíl Guardiola sem vill að bakverðir sínir leiti meira inn á völlinn frekar en að hanga við hliðarlínuna.
Spánverjinn viðurkennir sjálfur að Walker geti ekki leyst þá stöðu sem setur framtíð leikmannsins hjá félaginu í töluverða hættu.
,,Hann getur ekki spilað þessa stöðu. Hann mun alltaf hafa hraða sinn og verður sá hraðasti í herberginu jafnvel 60 ára gamall,“ sagði Guardiola.
,,Til þess að spila inn á völlinn þá þarftu að bjóða upp á ákveðnar hreyfingar en hann er með aðra eiginleika.“
,,Hann getur ekki spilað þetta hlutverk með þrjá til baka.“