Fyrrum undrabarnið Izzy Brown hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna aðeins 26 ára gamall.
Þetta hefur leikmaðurinn sjálfur staðfest en hann var síðast á mála hjá Preston frá 2021 til 2022.
Brown var talinn mikið undrabarn á sínum yngri árum og var hjá Chelsea frá 2013 til 2021 eftir að hafa komið fá West Bromwich Albion.
Þrálát meiðsli hafa sett strik í reikninginn undanfarin ár en Brown lék síðast keppnisleik fyrir Sheffield Wednsesday árið 2021.
Brown hefur gengist undir tvær aðgerðir eftir að hafa slitið hásin og sér ekki fram á að ná sér að fullu.
Sóknarmaðurinn er fæddur árið 1997 en lék með liðum eins og Brighton, Leeds, Huddersfield og Luton í láni frá Chelsea.
Hann á að baki fjölda landsleikja fyrir yngri landslið Englands og spilaði þá einn úrvalsdeildarleik fyrir Chelsea.