Frederic Massara, yfirmaður knattspyrnumála AC Milan, viðurkennir að það séu líkur á að Rafael Leao sé á förum í sumar.
Leao er sterklega orðaður við enska félagið Chelsea en hann hefur staðið sig mjög vel í sókn ítalska stórliðsins.
Samningur Leao við Milan rennur út 2024 og hefur gengið erfiðlega að fá leikmanninn til að skrifa undir.
,,Allir aðilar vilja framlengja en það eru ákveðni vandamál til staðar. Við erum enn vongóðir að komast að lausn fyrir lok tímabils,“ sagði Massara.
,,Það er erfitt að setja þetta í prósentu, annað hvort gerum við þetta eða ekki, 50/50. Stundum höfum við verið nær þessu og síðar erum við fjær.“
,,Þetta er staða sem við viljum leysa. Það er klárt mál að við þurfum að fá hlutina á hreint fyrir lok tímabils.“