fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Fer brattur inn í mótið þrátt fyrir mikla leikmannaveltu

433
Sunnudaginn 9. apríl 2023 12:00

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla hefst á morgun með heilli umferð og er eftirvæntingin mikil.

Leitað var til stuðningsmanna liðanna í deildinni og lagður fyrir þá spurningalisti.

Þegar kom að Keflavík var leitað til hins grjótharða stuðningsmanns Jóhanns D. Bianco, oft kallaður Joey Drummer.

Hvernig líst þér á sumarið hjá þínu liði?
Verð nú að játa það að eftir þessar rosalegu mannabreytingar hjá okkur eftir mót þá varð maður eðlilega frekar hugsi með komandi tímabil, en eftir að við erum búnir að sækja allnokkra sterka bita á móti og vitandi hverjir eru að koma upp úr 2.flokknum okkar, þá er ég bara helvíti brattur og fer inn með svipaðar væntingar og fyrir síðasta sumar. En þá sagði ég einmitt á skjön við alla sérfræðinga og sófapésa landsins að við myndum enda efstir í neðri hlutanum og færum langt i Bikarnum. Tókum reyndar smá skitu í Bikarnum en lönduðum dollu í deildinni, Forsetabikarinn góði! Málmur er málmur.

Hvernig finnst þér hafa gengið að styrkja leikmannahópinn?
Bara merkilega vel miðað við allt og allt. Nokkrir virkilega spennandi leikmenn sem við erum búnir að fá inn eins og Jordan Smiley, Sami Kamel, Mathias í markið og hlakka til að sjá þennan nýja Úkranínumann í miðverðinum sem Ivan okkar hjálpaði víst til við að landa. Geggjað líka að fá Marley Blair aftur til okkar, það er hörkuleikmaður sem ég býst við & vill fá að sjá mikið frá í sumar. Svo er víst minn maður Stefán Ljubicic mættur aftur á heimaslóðir, hlakka til að sjá kappann negla inn nokkrum vel séðum mörkum fyrir okkur, ásamt fleiri góðum þannig að Keflavík hefur bara gert mjög vel í að fylla upp í þessi risaskörð sem mynduðust eftir síðasta sumar.

Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í liðinu?
Ég geri nú sjaldan upp á milli strákanna minna, en get allavega sagt það að nokkrir af þeim eru því miður horfnir á braut eins og Rúnar, Sindri og Joey Gibbs. En Fransvélin mín er auðvitað alltaf mætt með læti og ég hlakka bara til að eignast nýja uppáhalds spilara i sumar með þessum nýjum gæjum sem og folunum í 2.flokki.

Ertu duglegur að mæta á völlinn hjá þínu liði?
Já hef alltaf verið það allt frá því að ég og afi Jói heitinn byrjuðum að fara á völlinn saman þegar maður var bara smápeyji. Er mjög duglegur að mæta á völlinn hjá strákunum sem og stelpunum, og er ávallt grimmur að peppa menn innanvallar sem og utan.

Fyrir utan heimavöllinn hjá þínu félagi, hvar er skemmtilegast að fara á völlinn?
Elska alltaf að fara að hitta mína frændur & frænkur í Eyjum. Hásteinsvöllurinn góði klikkar ekki og ég henti mér einmitt í geggjaða sólarhringsferð á Þjóðhátíð í sumar þar sem Keflvíska gleðin var allsráðandi.

Hvað finnst þér um fyrirkomulagið í Bestu deildinni sem var prófað í fyrsta sinn á síðustu leiktíð?
Þetta er alveg sniðugt fyrirkomulag og maður beið svona nokkur spenntur eftir að sjá hvernig þetta myndi spilast. En miðað hvernig deildin þróaðist þá fengum við eiginlega aldrei almennilega að sjá hvernig þetta lúkkaði, en vonandi fáum við bara enn jafnara mót í sumar á báðum endum.

Hvaða lið verður Íslandsmeistari?
Verður þetta ekki bara ca á milli Blix, Vikes og Vals? Hallast svona helst að Blikum held ég miðað við allt sem þeir hafa lagt í sitt lið og náðu loksins að landa titlinum í fyrra. Þannig að þeir vilja pottþétt endurtaka leikinn í ár, og ég á bara von á hörkubaráttu í allri deildinni í allt sumar. Vil í leiðinni bara skora á allt mitt fólk í Keflavík að vera duglegt að mæta á völlinn í sumar hjá strákunum & stelpunum og láta vel í sér heyra. Áfram Keflavík!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu