Liverpool 2 – 2 Arsenal
0-1 Gabriel Martinelli(‘8)
0-2 Gabriel Jesus(’28)
1-2 Mo Salah(’42)
2-2 Roberto Firmino(’86)
Arsenal var nálægt því að stíga risastórt skref í átt að Englandsmeistaratitlinum í dag er liðið mætti Liverpool á útivelli.
Um var að ræða ansi fjörugan leik en Arsenal tók forystuna eftir aðeins átta mínútur er Gabriel Martinelli skoraði.
Staðan var orðin 2-0 eftir 28 mínútur en Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus bætti þá við öðru marki gestanna.
Mohamed Salah lagaði stöðuna fyrir Liverpool undir lok fyrri hálfleiks og gat svo jafnað metin undir byrjun þess seinni.
Salah fékk þá tækifæri á vítapunktinum en setti boltann framhjá og náði ekki að jafna stöðuna.
Arsenal hélt þessari forystu í dágóðan tíma en þegar fjórar mínútur voru eftir jafnaði Roberto Firmino metin með góðu skallamarki.
Lokatölur 2-2 en Arsenal er enn með sex stiga forskot á toppnum. Stigið gerir þó ekki mikið fyrir Liverpool í Meistaradeildarbaráttu.