Dele Alli mun snúa aftur til Everton í dag eftir að hafa meiðst hjá tyrknenska félaginu Besiktas.
Frá þessu greina enskir miðlar en Alli er í láni hjá Besiktas þar sem hlutirnir hafa ekki gengið upp.
Alli hefur ekki spilað leik síðan 26. febrúar og hefur alls leikið 13 deildarleiki á tímabilinu og skorað tvö mörk.
Stjórn Besiktas er mjög óánægð með frammistöðu og viðhorf leikmannsins og hefur engan áhuga á að halda honum endanlega.
Alli þarf á sérfræðingi á Englandi að halda eftir meiðslin og er því á leið aftur á Goodison Park.