Knattspyrnukonan Ana Maria Markovic er að eignast fleiri aðdáendur á hverjum degi en hún leikur í efstu deild í Sviss.
Markovic leikur með Grasshopper í svissnensku A-deildinni en hún er 23 ára gömul og er ansi öflug.
Markovic er oft kölluð fallegasta knattspyrnukona heims en hún er með Instagram reikning með yfir 2 milljónir fylgjenda.
Hún er dugleg að birta myndir og birti fyrir helgi myndir af sér fyrir æfingu sem hafa vakið mikla athygli.
Markovic eignaðist yfir 200 þúsund fylgjendur eftir nýjustu færslurnar en myndirnar má sjá hér fyrir neðan og þá þær seinni tvær.