Eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá eru góðar líkur á að Leicester City muni falla úr ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Leicester hefur ekkert getað í vetur og hvað þá undanfarið og er í næst neðsta sæti deildarinnar með 25 stig.
Goal.com fjallar um athyglisverða staðreynd að Leicester yrði mögulega besta lið í sögu úrvalsdeildarinnar til að falla.
Leicester er með dýran leikmannahóp og marga góða leikmenn innanborðs en er eins og er án stjóra eftir að Brendan Rodgers var látinn fara.
Leicester missti ekki marga leikmenn síðasta sumar en þeir helstu voru Wesley Fofana og Kasper Schmeichel.
Leikmenn á borfð við Youri Tielemans, James Maddison og Harvey Barnes eru enn til staðar en munu ekki einu sinni íhuga að spila í næst efstu deild.
Þessi hópur af leikmönnum yrði sá besti í sögunni til að fara niður um deild og myndi félagið taka á sig gríðarlegt högg ef það verður að veruleika.