Ivana Knoll er nafn sem margir eru farnir að kannast við en hún er harður stuðningsmaður króatíska landsliðsins.
Ivana vakti mikla athygli á HM í Katar en hún þykir vera gríðarlega kynþokkafull og var lýst sem ‘kynþokkafyllstu’ konunni í landinu á meðan mótinu stóð.
Hún er enn að vinna sér inn fylgjendur á Instagram og birti í gær myndir af stórglæsilegu hóteli sínu í Miami.
Ivana er með ótrúlega fallegt útsýni á hótelinu og einhvers konar ‘nashyrningabar’ sem vekur mesta athygli.
Ivana er að þéna vel sem fyrirsæta eftir heimathyglina og gerir vel við sig í Bandaríkjunum.
Myndirnar sem hún birti má sjá hér.