Myndband af þeim Roberto De Zerbi og Cristian Stellini hefur vakið töluverða athygli á samskiptamiðlum í dag.
De Zerbi er stjóri Brighton og Stellini er stjóri Tottenham, tímabundið, en liðin eigast við í ensku úrvalsdeildinni.
Áður en flautað var til leiks tókust stjórarnir í hendur en svo byrjaði rifrildi, eitthvað sem enginn sá fyrir.
Ástæðan fyrir rifrildinu er óljós en De Zerbi var augljóslega ekki sáttur eins og má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.
👀🫵 De Zerbi vs Stellini! pic.twitter.com/vNOqn0BVYz
— EuroFoot (@eurofootcom) April 8, 2023