Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, fór meiddur af velli í dag er liðið mætti Everton.
Rashford hefur verið einn besti ef ekki besti leikmaður Man Utd á tímabilinu og byrjaði í 2-0 sigri á Old Trafford.
Rashford fór hins vegar af velli eftir 81 mínútu í dag og viðurkennir Erik ten Hag, stjóri Man Utd, að meiðslin líti ekki vel út.
,,Við þurfum að bíða og sjá hvað gerist en meiðslin líta ekkiv el út. Við erum að lenda í meiðslum vegna álags,“ sagði Ten Hag.
Óvíst er hvenær Rashford snýr aftur en það mun koma í ljós á næstu dögum.