Bayern Munchen mun hafna því að borga Manchester City 70 milljónir evra fyrir bakvörðinn Joao Cancelo í sumar.
Cancelo gekk í raðir Bayern á láni frá Englandsmeisturunum í janúar en hann er talinn einn sá besti í heimi í sinni stöðu.
Samkvæmt Sport ætlar Barcelona að blanda sér í baráttuna eftir ákvörðun Bayern og vill fá Portúgalann til Spánar.
Það vekur töluverða athygli þar sem Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og væri í vandræðum með að borga svo háa upphæð.
Ljóst er að Cancelo á ekki framtíð fyrir sér á Etihad en hann er enn samningsbundinn til ársins 2027.