Kaj Leo í Bartolsstovu hefur skrifað undir samning við Leikni Reykjavík og mun leika með liðinu í sumar.
Þetta hefur Leiknir staðfest en þessi 31 árs gamli leikmaður á að baki fjölmarga leiki í efstu deild.
Leiknismenn munu spila í Lengjudeildinni í sumar og er það í fyrsta sinn sem Kaj spilar í þeirri deild.
Kaj lék í um sjö ár í efstu deild hérlkendis en hann var síðast á mála hjá ÍA en áður hjá FH, ÍBV og Val.
Um er að ræða færeyskan landsliðsmann en hann varð Íslandsmeistari með bæði FH og Val á sínum tíma í efstu deild.