Manchester United 2 – 0 Everton
1-0 Scott McTominay(’36)
2-0 Anthony Martial(’71)
Fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Manchester United tók á móti Everton á Old Trafford.
Heimamenn frá Manchester voru mun sterkari aðilinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en liðið átti alls 29 marktilraunir og þá 11 á markið.
Fyrsta mark leiksins var skorað á 36. mínútu er Scott McTominay kom boltanum í netið framhjá Jordan Pickford í marki Everton.
Varamaðurinn Anthony Martial gerði svo út um leikinn á 71. mínútu en hann hafði komið inná sem varamaður stuttu áður.
Sigurinn gerir mikið fyrir Rauðu Djöflana sem eru nú sex stigum á undan Tottenham í fimmta sætinu í Meistaradeildarbaráttu.