Framherjinn umdeildi Mario Balotelli leyfði aðdáendum sínum að spyrja sig spurninga á Instagram síðu sinni í gær.
EInn aðdáandi sagðist vilja sjá hann í treyju Napoli og ákvað Balotelli að senda skilaboðin áfram, á Victor Osimhen.
Osimhen er einn heitasti sóknarmaður Evrópu um þessar mundir og er víst til í að fá Balotelli aftur til Ítalíu.
Balotelli hefur spilað með liðum eins og Inter og AC Milan á Ítalíu en er í dag á mála hjá Sion í Sviss.
,,Þú ert alltaf velkominn til Napoli,“ sagði Osimhen en líkurnar á að það verði að veruleika verða að teljast litlar.
Samtal þeirra má sjá hér.