Frank Lampard er í dag stjóri Chelsea en hann var fenginn inn tímabundið eftir brottrekstur Graham Potter.
Potter var látinn fara á dögunum eftir 0-2 tap heima gegn Aston Villa og mun Lampard stýra liðinu út tímabilið.
Fyrsti leikur Lampard gekk ekki eins og í sögu en liðið tapaði 1-0 gegn Wolves í dag og þá nokkuð sannfærandi.
Samkvæmt The Times var Chelsea búið að íhuga að ráða Lampard inn sex vikum áður en Potter var rekinn.
Eigendur Chelsea íhuguðu fyrsta að láta Potter fara í lok febrúar eftir 2-0 tap gegn Tottenham.
Þetta er í annað sinn sem Lampard tekur við Chelsea en ekki er búist við að hann verði lengur en út leiktíðina.