Mateo Kovacic, leikmaður Chelsea, er ánægður með að Frank Lampard sé kominn aftur til félagsins og mun stýra liðinu út tímabilið.
Lampard stýrði Chelsea í tæplega tvö ár á sínum tíma en hann er einnig fyrrum leikmaður liðsins og lék þar í ár.
Graham Potter var látinn fara frá Chelsea á dögunum eftir 0-2 tap heima gegn Aston Villa en hann tók við fyrr á tímabilinu.
Kovacic vorkennir Potter en er á sama tíma ánægður með að fá að vinna aftur undir stjórn Lampard sem verður þar út tímabilið.
,,Við þekkjum hann. Hann var stjórinn okkar. Það eru góðar fréttir að hann sé kominn aftur til að snúa blaðinu við fyrir okkur,“ sagði Kovacic.
,,Tímabilið hefur ekki verið nógu gott, við þurfum að vera hreinskilnir með það. Að lokum er það auðveldara að reka stjórann frekar en 30 leikmenn.“
,,Við þurfum að gera betur og þakka Potter fyrir sín störf, hann var hér og gerði vel. Svona marga breytingar eru ekki auðveldar svo staðan var erfið fyrir hann líka.“