fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Ánægður með endurkomuna en vorkennir Potter: ,,Þetta var erfitt fyrir hann líka“

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. apríl 2023 12:00

Ten Hag og Graham Potter.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mateo Kovacic, leikmaður Chelsea, er ánægður með að Frank Lampard sé kominn aftur til félagsins og mun stýra liðinu út tímabilið.

Lampard stýrði Chelsea í tæplega tvö ár á sínum tíma en hann er einnig fyrrum leikmaður liðsins og lék þar í ár.

Graham Potter var látinn fara frá Chelsea á dögunum eftir 0-2 tap heima gegn Aston Villa en hann tók við fyrr á tímabilinu.

Kovacic vorkennir Potter en er á sama tíma ánægður með að fá að vinna aftur undir stjórn Lampard sem verður þar út tímabilið.

,,Við þekkjum hann. Hann var stjórinn okkar. Það eru góðar fréttir að hann sé kominn aftur til að snúa blaðinu við fyrir okkur,“ sagði Kovacic.

,,Tímabilið hefur ekki verið nógu gott, við þurfum að vera hreinskilnir með það. Að lokum er það auðveldara að reka stjórann frekar en 30 leikmenn.“

,,Við þurfum að gera betur og þakka Potter fyrir sín störf, hann var hér og gerði vel. Svona marga breytingar eru ekki auðveldar svo staðan var erfið fyrir hann líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lygileg uppákoma á æfingu Vals – „Voru mættir á glerið“

Lygileg uppákoma á æfingu Vals – „Voru mættir á glerið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja fá Fabregas til að taka við í sumar

Vilja fá Fabregas til að taka við í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“
433Sport
Í gær

Sagður hafa hafnað nýju samningstilboði – Gæti þénað 147 milljarða

Sagður hafa hafnað nýju samningstilboði – Gæti þénað 147 milljarða