Barcelona er að plana það að lækka launakostnað félagsins um 61 milljón punda fyrir næsta tímabil.
Frá þessu greinir miðillinn Relevo en allir leikmenn liðsins munu þurfa að taka á sig 15 prósent launalækkun.
Það er ekkert leyndarmál að Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og þurfti til að mynda að losa Lionel Messi á frjálsri sölu árið 2021.
Spænska stóliðið reynir allt til að komast á rétta braut fjárhagslega og þurfa leikmenn að taka þátt í því.
Leikmenn á borð við Jordi Alba og Sergio Busquets verða einnig losaðir í sumar sem mun lækka launakostnaðinn mikið.
Þrátt fyrir það er félagið enn að horfa til Messi og vill fá hann aftur í sínar raðir í sumarglugganum.