Manchester United hefur fengið 65 þúsund punda sekt frá enska knattspyrnusambandinu vegna hegðunar leikmanna.
UM var að ræða hegðun leikmanna liðsins í 3-1 sigri á Fulham í enska bikarnum.
Leikmenn liðsins hópuðust í kringum Chris Kavanagh, dómara leiksins. Dómarinn var þá að reka tvo leikmenn Fulham af velli og þjálfara liðsins, Marco Silva.
Enska sambandið tekur hart á svona hegðun og hefur ákveðið að sekta enska stórveldið um tíu milljónir króna.
United getur vel borgað slíka sekt og eru þetta vikulaun fyrir miðlungs skussa hjá félaginu.