Samkvæmt fréttum sem birtast í enskum götublöðum hefur Erik ten Hag stjóri Manchester United ákveðið að losa sig við þrjá leikmenn hið minnsta í sumar.
Ten Hag er sagður ætla að taka til í hópnum í sumar til að búa til fjármuni til þess að styrkja liðið.
Donny van de Beek miðjumaður er til sölu samkvæmt fréttum en meiðsli og slök spilamennska hefur komið í veg fyrir að hann hafi spilað mikið.
Van de Beek kom fyrir þremur árum frá Ajax en hefur svo sannarlega mistekist að finna taktinn í enska boltanum.
Fyrirliðinn, Harry Maguire er í aukahlutverki og virðist ekkert geta komið í veg fyrir þa að hann fari í sumar.
Þá segir einnig í fréttum að Victor Lindelöf geti farið en með því hefur Ten Hag opnað dyrnar til að fá inn nýjan miðvörð í sumar.