Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.
3. Víkingur
Lykilmaður: Nikolaj Hansen
Þjálfari: Arnar Gunnlaugsson
Heimavöllur: Víkingsvöllur
Íslandsmeistarar: 6 sinnum
Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkings þarf á nýjan leik að finna ný púsl sem geta smollið saman en kvarnast hefur úr liði Víkings frá síðustu leiktíð. Meir en margur heldur.
Kristall Máni Ingason var seldur síðasta haust og Júlíus Magnússon fór í atvinnumennsku á dögunum, segja má að um sé að ræða tvo bestu leikmenn Víkings síðustu ár. Báðir fóru til Noregs. Kristall samdi við Rosenborg en Júlíus fór til Fredrikstad.
Víkingur hefur í vetur verið rólegt á markaðnum en Matthías Vilhjálmsson kom til félagsins frá FH og er búist við því að hann verði í stóru hlutverki.
Nikolaj Hansen var mikið meiddur á síðustu leiktíð en hefur í vetur náð að halda heilsu og virðist í góðu formi fyrir tímabilið. Meiðsli Kyle McLagan á dögunum komu á versta tíma.
Arnar Gunnlaugsson þjálfari liðsins hefur ekki farið í felur með það að hann gæti þurft að breyta leikstíl liðsins til að ná þeim árangri sem Víkingar vilja.
Spáin:
4 sæti – KR
5 sæti – FH
6 sæti – Stjarnan
7 sæti – KA
8 sæti – ÍBV
9 sæti – Keflavík
10 sæti – HK
11 sæti – Fram
12 sæti – Fylkir
Komnir
Gunnar Vatnhamar.
Matthías Vilhjálmsson
Sveinn Gísli Þorkelsson
Farnir
Adam Ægir Pálsson
Júlíus Magnússon