Ole Gunnar Solskjær, fyrrum stjóri Manchester United, er þessa stundina orðaður við endurkomu í þjálfun.
Solskjær hefur verið án starfs í rúmlega ár eftir að hann var látinn fara frá Man Utd undir lok ársins 2021.
Síðan þá hefur Norðmaðurinn starfað í heimalandinu og séð um yngri flokka Kristiansund þar í landi.
Samkvæmt blaðamanninum Sacha Tavolieri er Solskjær á óskalista Club Brugge sem ákvað að reka Scott Parker úr starfi í mars.
Parker var áður stjóri Bourinemouth í ensku úrvalsdeildinni en náði alls ekki til leikmanna belgíska félagsins.