Thiago Alcantara, leikmaður Liverpool, er byrjaður að æfa með félaginui á ný eftir meiðsli.
Þetta staðfesti enska félagið í gær en birt var mynd af Thiago þar sem hann sást brosandi á æfingasvæðinu.
Thiago hefur glímt við þónokkur meiðsli síðan hann kom til Englands en hann var áður á mála hjá Bayern Munchen.
Thiago meiddist í byrjun febrúar en útlit er fyrir að hann verði hluti af lokasprett félagsins í úrvalsdeildinni.
Næsti leikur liðsins er gegn toppliði Arsenal en litlar líkur eru á að Thiago verði hluti af liðinu um helgina.