fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Arsenal rýfur þögnina um heimildaþættina – „Þetta var ekki raunveruleikinn“

433
Föstudaginn 7. apríl 2023 15:00

Úr þáttunum All Or Nothing: Arsenal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildaþættirnir um síðasta tímabil Arsenal á Amazon, All Or Nothing: Arsenal, vöktu mikla athygli. Þar var áhorfendum leyft að skyggnast á bak við tjöldin. Bernd Leno segir þó að ekki allt hafi verið raunverulegt sem þar kom fram.

Þættirnir fylgdu eftir síðustu leiktíð Arsenal. Fengu aðdáendur mikinn aðgang að því sem gekk á í klefanum og almennt á bak við tjöldin.

„Ég var þarna. Þetta var gaman fyrir stuðningsmennina og aðra að sjá allt. En ég verð að segja að þetta var ekki raunveruleikinn. Sumt var ekki 100% satt,“ segir Leno.

Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu Arsenal. Mynd/Getty

Þjóðverjinn yfirgaf Arsenal í sumar og hélt til Fulham eftir fjögur ár á Emirates-leikvanginum.

„Það voru mörg vandamál þetta tímabil með suma leikmenn og annað. Maður er inni í þessu og horfir svo á þættina og hugsar: Ég veit ekki alveg með þetta.“

Leno horfir björtum augum á tíma sinn hjá Arsenal.

„Ég átti fjögur frábær ár hjá Arsenal. Ég á enn marga vini í liðinu og átti frábært samband við stuðningsmenn. Jafnvel á erfiðu stundunum þá studdu þeir mig. 

Þegar ég fer inn í borgina í dag koma margir stuðningsmenn Arsenal að mér og þakka mér fyrir þjónustuna til félagsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Markús Páll mættur til Ítalíu

Markús Páll mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt tíðindi – Tel hafnaði Tottenham á föstudag en er nú á leið til London að skrifa undir

Mjög óvænt tíðindi – Tel hafnaði Tottenham á föstudag en er nú á leið til London að skrifa undir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“