Chelsea er í leit að nýjum knattspyrnustjóra fyrir næstu leiktíð eftir að hafa látið Graham Potter fara á dögunum.
Potter tók við Chelsea fyrr á tímabilinu en gengið var ekki nógu gott og var hann í kjölfarið rekinn.
Frank Lampard, fyrrum stjóri og leikmaður Chelsea, tók við og mun stýra liðinu út leiktíðina.
Lampard er einn af fjórum fyrrum stjórum Chelsea sem eru orðaðir við félagið en ef hann stendur sig vel gæti hann fengið starfið endanlega.
Antonio Conte, Jose Mourinho og Carlo Ancelotti eru allir sagðir vera á óskalista Chelsea fyrir næsta sumar samkvæmt ESPN.
Conte hætti nýlega með Tottenham, Mourinho er stjóri Roma og Ancelotti er á mála hjá Real Madrid.
Aðrir menn eins og Julian Nagelsmann, Luis Enrique og Mauricio Pochettino eru einnig orðaðir við Chelsea sem mun bíða með að ráða þar til í sumar.