Arsenal er sagt skoða Roberto De Zerbi stjóra Brighton vegna ótta um að Real Madrid komi í sumar og reyni að klófesta Mikel Arteta.
Arteta hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir vaska framgöngu í starfi hjá Arsenal.
Eftir brösuga byrjun er Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er liðið með öll spil á hendi til þess að vinna deildina.
TuttoSport á Ítalíu segir að De Zerbi sé á blaði Arsenal sem arftaki Arteta sem er sagður mjög ofarlega á lista Real MAdrid í sumar.
Ekki er búist við öðru en að Carlo Ancelotti hætti hjá Real Madrid í sumar og það gæti heillað Spánverjann, Arteta að halda heim á leið.