fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Spá fyrir Bestu deild karla: 5 sæti – „Þarf stöðugleika utan vallar“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. apríl 2023 13:00

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla fer af stað þann 10. apríl en þetta er í annað sinn sem deildin er með þessu fyrirkomulagi. Spilaðir verða 22 leikir og að þeim umferðum loknum er deildinni skipt upp í tvo hluta, eru þá spilaðir fimm leikir. 433.is mun á næstu dögum spá í spilin.

5 – FH

Lykilmaður – Björn Daníel Sverrisson
Þjálfari – Heimir Guðjónsson
Heimavöllur – Kaplakriki
Íslandsmeistarar – 8 sinnum

Mikill meðbyr er með FH eftir að Heimir Guðjónsson tók við stjórnartaumum síðasta haust. Eitt er öruggt að festa fylgir Heimi sem kann fræðin betur en flestir. Sindri Kristinn Ólafsson mun standa vaktina í markinu og munar um minna, líklega vantar FH-ingum einn miðvörð til að vera með sterkt ellefu manna byrjunarlið.

Það gustaði um Fimleikafélagið á síðustu leiktíð þegar þrír þjálfarar stýrðu liðinu, liðið þarf stöðugleika utan vallar svo árangur fari að nást innan vallar.

FH er með sterkari hóp en á síðustu leiktíð en liðið þarf að byrja vel svo gamlir draugar frá síðasta ári fari ekki að vakna. Því skal haldið til haga að FH var næstum því fallið úr deildinni á síðasta ári.

Spáin:
6 sæti – Stjarnan
7 sæti – KA
8 sæti – ÍBV
9 sæti – Keflavík
10 sæti – HK
11 sæti – Fram
12 sæti – Fylkir

Komnir
Dani Hatakka
Eetu Mömmö (lán)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
Kjartan Henry Finnbogason
Kjartan Kári Halldórsson (lán)
Sindri Kristinn Ólafsson

Farnir
Atli Gunnar Guðmundsson
Baldur Logi Guðlaugsson
Guðmundur Kristjánsson
Gunnar Nielsen
Kristinn Freyr Sigurðsson
Matthías Vilhjálmsso

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Birti mynd sem sýnir nákvæmlega hversu oft þau stunduðu kynlíf í fyrra – Ummæli hennar sem fylgja vekja mikla athygli

Birti mynd sem sýnir nákvæmlega hversu oft þau stunduðu kynlíf í fyrra – Ummæli hennar sem fylgja vekja mikla athygli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Willian að snúa aftur

Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Markús Páll mættur til Ítalíu

Markús Páll mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

150 fulltrúar fá aðganga að ársþingi KSÍ þar sem kosið verður í stjórn

150 fulltrúar fá aðganga að ársþingi KSÍ þar sem kosið verður í stjórn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Skiptir um félag í annað sinn á skömmum tíma

Allt klappað og klárt – Skiptir um félag í annað sinn á skömmum tíma
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mjög óvænt tíðindi – Tel hafnaði Tottenham á föstudag en er nú á leið til London að skrifa undir

Mjög óvænt tíðindi – Tel hafnaði Tottenham á föstudag en er nú á leið til London að skrifa undir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag