Algjör óvissa ríkir í kringum það hversu mikið Luke Shaw vinstri bakvörður Manchester United er meiddur. Hann fer í nánari skoðun í dag þar sem ástandið verður metið.
Manchester United vann nauman 1-0 sigur á Brentford á heimavelli í gær en liðið hafði þó nokkra yfirburði í leiknum.
Það var Marcus Rashford sem skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.
Luke Shaw varð að yfirgefa völlinn snemma vegna meiðsla en óvíst er hvort meiðsli bakvarðarins séu alvarleg.
Sigurinn kemur United aftur upp í Meistaradeildarsæti en liðið er með 53 stig í fjórða sæti líkt og Newcastle sem er sæti ofar.
„Ég get ekkert sagt núna,“ sagði Erik ten Hag stjóri Manchestr United eftir leikinn í gær en meiðsli Shaw voru í læri.
„Ég verð að bíða til morguns eftir nánar skoðun. Ég tók hann strax af velli, ég tók enga áhættu. Við sjáum betur á morgun hvað er að.“