fbpx
Fimmtudagur 09.janúar 2025
433Sport

Valur kynnir nýtt og betrumbætt merki félagsins

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. apríl 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valsmenn hafa breytt merki sínu og lagað það að nútímanum, þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins.

Af heimasíðu Vals.
Á undanförnum árum hafa verið uppi hugmyndir um að nútímavæða merki Vals. Núverandi merki félagsins hefur aðallega haft þann ókost að Valurinn í merkinu hefur prentast óskýrt á búninga félagsins.

Eins hefur merkið verið óskýrt á tölvutæku formi og á samfélagsmiðlum. Þá hafa líka mismunandi útgáfur á merkinu verið í notkun og vantað ákveðna stefnumörkun í notkun á því. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um breytingar og ný merki verið hönnuð, en hingað til hefur ekki náðst sátt um breytingar. Það er óhjákvæmilegt að breytingar á merki Vals skapi mismunandi skoðanir og álit.

„Ég er hinsvegar á því að merkið, sem Valur er að kynna núna, muni falla flestum Valsmönnum vel í geð. Merkið sem verður merki Vals í framtíðinni er í raun endurunnið merki félagsins frá árinu 1934. Það hefur verið á legsteini Jóns Karels Kristbjörnssonar í Hólavallakirkjugarði frá því að það var vígt á minnismerki hans í desember 1934. Frá því ári hafa allir leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu signað merkið, því þeir hafa ávallt vottað Karel virðingu sína fyrir fyrsta leik í Íslandsmóti, en Karel lést sviplega eftir samstuð í úrslitaleik með Val árið 1933.

Endurnýjað merki Vals er því búið að vera hluti af okkar ástkæra félagi í um 90 ár, án þess að það hafi verið notað með formlegum hætti á búningum eða fánum. Merkið hefur þó verið sýnilegt og má minnast á að eftirsteypa af merkinu er á vegg í Fjósinu og í fundarherbergi að Hlíðarenda, en Þorsteinn Haraldsson á heiðurinn af því framtaki. Þetta endurnýjaða merki hentar afskaplega vel í nútíma umhverfi. Fálkinn í merki Vals er nú mjög skýr og útlínur hans einfaldar.Hann er ákveðinn á svip, vænghaf hans er V-laga og klær hans með gott grip á knettinum.

Hilmar Þorsteinn Hilmarsson, grafískur hönnuður hefur lagt ómælda vinnu í að koma hugmyndinni á stafrænt form, en hann hefur sýnt mikið frumkvæði í að koma merki félagsins og notkun þess á fagmannlegri stað á undanförnum árum. Naut hann aðstoðar frá Jóni Ágústi Pálmasyni í þessu verkefni og færi ég þeim bestu þakkir fyrir þeirra óeigingjarna framlag til Vals. Í bók sinni Minningarmörk í Hólavallagarði, segir Björn Th. Björnsson fræðimaður um merkið á legsteini Karels: „Merkið sjálft er frábært steinhögg, en þar hélt Ársæll steinsmiður Magnússon um meitil og hamar.“

Markmiðið með endurnýjun á merki okkar Valsara er að koma því smátt og smátt í notkun. Fyrst um sinn munum við aðallega sjá það í fjölmiðlum, tölvuskjám og á búningum félagsins. Við munum ekki fara í kostnaðarsamar breytingar á merkinu allstaðar að Hlíðarenda strax, heldur gera það jafnt og þétt á komandi misserum. Núverandi merki hefur þjónað okkur vel og mun sjást áfram í einhverjum mæli, en smátt og smátt mun endurnýjað merki Vals taka við í umhverfinu að Hlíðarenda.
Það er von mín að allir Valsarar taki endurnýjuðu merki okkar vel og hefji það sem fyrr, hátt á loft. Áfram hærra – Áfram Valur!

Lárus Bl. Sigurðsson – Formaður Vals

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sögusagnir í kringum Rashford halda áfram – Söðlar hann um innan ensku úrvalsdeildarinnar?

Sögusagnir í kringum Rashford halda áfram – Söðlar hann um innan ensku úrvalsdeildarinnar?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Erfiðir dagar hjá stjörnunni – Var sparkað af fyrirsætu sem ætlar nú í utanlandsferð með kollega hans

Erfiðir dagar hjá stjörnunni – Var sparkað af fyrirsætu sem ætlar nú í utanlandsferð með kollega hans
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Zidane orðaður við áhugavert starf

Zidane orðaður við áhugavert starf
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hélt hreinu í gær en það gæti hafa verið hans síðasti leikur

Hélt hreinu í gær en það gæti hafa verið hans síðasti leikur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Umboðsmaður Chiesa staðfestir að vilji spila fyrir Liverpool

Umboðsmaður Chiesa staðfestir að vilji spila fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Spilar líklega ekki meira fyrir Arsenal í janúar

Spilar líklega ekki meira fyrir Arsenal í janúar
433Sport
Í gær

Eyddi 130 milljónum en er nú að fá sparkið

Eyddi 130 milljónum en er nú að fá sparkið
433Sport
Í gær

Óvæntar fréttir berast af 23 ára gömlum strák – Neyðist til að taka sorglega ákvörðun

Óvæntar fréttir berast af 23 ára gömlum strák – Neyðist til að taka sorglega ákvörðun