Það hófst mikið fréttafár í kringum Neymar í febrúar 2020. Þá hélt kappinn afmæli sitt og mamma hans, Nadine, mætti. Hún var ný fráskilin á þessum tíma og sló sér upp með hinum 22 ára gamla Tiago Ramos. Nadine er sjálf 34 árum eldri en Tiago.
Í kjölfarið hófst samband þeirra á milli. Þau opinberuðu það síðar um vorið. Neymar var á meðal þeirra sem óskuðu þeim til hamingju á samfélagsmiðlum og einnig faðir hans.
Neymar studdi sambandið þó ekki lengi. Brasilískir fjölmiðlar fóru á fullt að fjalla um Tiago. Fréttir um að hann væri tvíkynhneigður, að hann hefði sofið hjá kokki Neymar og að hann hafi haldið framhjá fyrrum kærasta sínum með 76 ára gamalli konu fóru á flug.
Neymar brjálaðist og sagði móður sinni að hætta með Tiago. Nadine hélt hins vegar áfram að hitta hann í laumi.
Hómófóbískum ummælum lekið
Eitt kvöldið vöknuðu nágrannar Nadine um miðja nótt vegna mikils hávaða frá heimili hennar. Þar hafði Tiago brotið rúðu eftir hávært rifrildi. Hann var fluttur á sjúkrahús.
Neymar var spurður út í þetta fyrir leik með PSG. Hann var fremur pirraður á spurningunni og sagði að þetta hafi einfaldlega verið „slys á heimilinu.“
Kappinn var áfram ósáttur við samband Nadine og Tiago. Í samtali við vini sína sagði Neymar Tiago vera „lítinn fagga“ og grínaðist með að troða kústskafti upp í endaþarm hans.
Einn félaginn lak hljóðbroti af samtalinu í fjölmiðla. LGBT baráttumaðurinn Agripino Magalhaes fór til lögreglu og sakaði Neymar um að hvetja til ofbeldis gegn samkynhneigðum.
Í kjölfarið á þessu hættu Nadine og Tiago saman í sex mánuði. Á meðan einbeitti Neymar sér að fótboltanum.
Þau byrjuðu hins vegar aftur saman og skelltu sér í lúxusfrí til Cancun. Það leið hins vegar ekki á löngu þar til sambandið var búið á ný. Frí þeirra var eyðilagt þegar menn réðust á Tiago á veitingahúsi og stungu hann. Sem betur fer slasaðist hann ekki alvarlega. Hann birti hins vegar myndband af sér þar sem hann var allur út í blóði.
Sóttur til saka
Skömmu síðar var Neymar lögsóttur af Agripino. Hann sakaði Neymar um að reyna að múta sér með 350 þúsund bandaríkjadölum til að láta málið sem upp hófst vegna ummælanna er vörðuðu kústskaftið niður falla. Agripino sakaði einnig vini Neymar um að ráðast á sig.
Á þessum tímapunkti stóð Neymar einnig í stappi í réttarsal vegna umdeildra félagaskipta hans frá Santos til Barcelona á sínum tíma. Þarna var stutt í Heimsmeistaramótið í Katar og því hafði Neymar nóg annað að hugsa um.
Um svipað leyti fékk Neymar skilaboð frá móður sinni þar sem hún vildi fá að hýsa heimilislausan Tiago. Neymar neitaði. Þar með hélt hann að sambandi þeirra væri lokið. Svo var ekki. Það kom í ljós að Nadine og Tiago eyddu Gamlárskvöldi saman.
Dramatíkskt líf Neymar utan vallar heldur því áfram.