Isabel Haugseng Johansen er kærasta Erling Haaland en þau láta lítið fyrir sér fara og kærastan vill sem minnst vera í sviðsljósinu.
Hún fór hins vegar með Haaland til London í gær þar sem framherjinn skrifaði undir rosalegan samning við Nike.
Johansen er frá Bryne í Noregi, líkt og Haaland, og þekkjast þau í gegnum sameiginlega vini. Hún er átján ára gömul og því fjórum árum yngri en Haaland.
Vinir Haaland segja við ensk götublöð að Haaland og Johansen hafi verið að hittast í marga mánuði.
Það gengur þvert á það sem Haaland hefur áður sagt. Síðast þegar hann var spurður út í kvennamál sagði hann að fótboltar væru kærustur sínar.
Þeir segjast þó afar ánægðir með að framherjinn, sem hefur raðað inn mörkum fyrir City á þessari leiktíð, sé með stelpu úr heimabæ sínum. Það hjálpi til við að halda honum á jörðinni.