Nú hefur komið í ljós að Romelu Lukaku framherji Inter varð fyrir grófum rasisma í gær þegar liðið mætti Juventus.
Lukaku reiddist eftir að hafa skorað en nú hafa birst myndbönd þar sem stuðningsmenn Juventus eru að gera apahljóð.
Ljóst er að Juventus verður refsað fyrir hegðun stuðningsmanna en fréttir á Ítalíu segja að hljóðin hafi ómað allan leikinn.
„Helvítis api,“ heyrist einn maðurinn segja.
MONKEY CHANTS AT LUKAKU
pic.twitter.com/eOr3q3iK5W— Nima Tavallaey Roodsari (@NimaTavRood) April 4, 2023
Lukaku fékk sitt seinna gula spjald fyrir að fagna markinu en hann var sakaður um að reyna að búa til læti en hann var aðeins að minna á þann rasisma sem hann hafði orðið fyrir.
E Lukaku? Chi si scaglia contro? (Non oso pensare cosa avrebbe fatto se non l’avessero fermato) Chi dice “ci vediamo dopo”? Ripeto non fate i santarelli pic.twitter.com/wHvA8lA6d2
— 🤍Annamaria🖤 (@Anna_1897) April 5, 2023