Martin O’Neill sem keypti Arnar Gunnlaugsson til Leicester árið 1999 er líklegur til þess að taka aftur við félaginu.
23 ár eru síðan O’Neill hætti sem stjóri Leicester en ótrúleg endurkoma er nú í kortunum.
Leicester ákvað að reka Brendan Rodgers úr starfi á sunnudag en Leicester situr í fallsæti deildarinnar.
Independent segir að Leicester vilji fá inn reyndan mann og O’Neill sé eitt þeirra nafna sem nú er skoðað.
O’Neill er 71 árs gamall en hann hefur ekki þjálfað í fjögur ár, síðast stýrði hann Nottingham Forest.
Rafa Benitez er einnig á blaði eiganda Leicester sem telur að reyna muni koma liðinu úr krísu.