Real Madrid er komið áfram í spænska bikarnum eftir að hafa slátrað Barcelona í síðari leik liðanna í kvöld.
Vini Jr skoraði fyrsta mark leiksins en það var svo komið að Karim Benzema að taka yfir sviðið.
Benzema skoraði þrennu og tryggði Real Madrid 4-0 sigur og samanagt vann Real Madrid einvígið 4-1.
Barcelona hefur mikla yfirburði í deildinni en Real Madrid sýndi klærnar í kvöld og slátraði erkifjendum sínum.