Ársþing Knattspyrnusambands Evrópu fer fram þessa dagana í Portúgal en KSÍ sendir þrjá fulltrúa á vettvang.
Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri, Vanda Sigurgeirsdóttir formaður og Borghildur Sigurðardóttir varaformaður KSÍ eru fulltrúar KSÍ.
Kristján Óli Sigurðsson, sparkspekingur og sérfræðingur Þungavigtarinnar vekur athygli á málinu á Twitter.
„Flott kynjaskipting hjá jafnréttisriddurunum í KSÍ,“ skrifar Kristján Óli á Twitter.
KSÍ hefur á undanförnum mánuðum hampað sér fyrir það hversu vel hefur tekist að fjölga konum í öllum störfum og á ársþingum KSÍ.
Ljóst er að sambandið leggur mikið upp úr þessu og hefur Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður fengið lof fyrir frá mörgum.
Flott kynjaskipting hjá jafnréttisriddurunum í KSÍ. https://t.co/biEDae5aUq
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 5, 2023