Vincent Kompany stjóri Burnley skellti sér til Danmerkur á sunnudag til að skoða markvörð fyrir næstu leiktíð. Burnley er á barmi þess að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Kompany var mættur á völlinn þegar Bröndby og Vilborg áttust við og skoðaði þar Mads Hermansen markvörð Bröndby.
Þessi 22 ára markvörður er sagður einn mest spennandi markvörðurinn í Evrópu en Fulham, Everton og fleiri lið hafa sýnt honum áhuga.
Mads Hermansen var í fyrsta sinn í landsliðshópi Dana á dögunum en hann hefur spilað yfir 50 leiki fyrir Bröndby.
Kompany er á sínu fyrsta tímabili með Burnley og er að fljúga með liðið aftur upp í úrvalsdeildina en viðbúið er að Burnley styrki hóp sinn í sumar.