Breiðablik 3 – 2 Víkingur R.
1-0 Gísli Eyjólfsson (’15)
2-0 Patrik Johannesen (’36)
2-1 Nikolaj Hansen (’76) (Vítaspyrna)
3-1 Höskuldur Gunnlaugsson (’82) (Vítaspyrna)
3-2 Nikolaj Hansen (´93)
Breiðablik er meistarar meistaranna en Íslandsmeistararnir tóku á móti bikarmeisturum Víkings í árlegum leik í kvöld.
Fyrsta markið og ísinn er brotinn. Gísli Eyjólfsson kemur Íslandsmeisturunum yfir gegn bikarmeisturunum. Breiðablik 1 – Víkingur 0. pic.twitter.com/WCS94aKhj4
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Um er að ræða vorboðann ljúfa sem minnir fólk á það að Íslandsmótið í knattspyrnu sé að fara af stað, hefst deildin eftir sex daga.
Blikar komust í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Gísla Eyjólfssyni og Patrik Johannesen sem Blikar keyptu dýrum dómi í vetur frá Keflavík.
Klaufagangur hjá Víkingum og Patrik Johannesen kemur Blikum í 2-0. pic.twitter.com/e8foW4CJix
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023
Tvö mörk úr vítaspyrnum komu svo frá báðum liðum í síðari hálfleik og að auki skoraði Nikolaj Hansen annað mark til að minnka muninn í 3-2 en Hansen kom inn sem varamaður. Nær komust Víkingar ekki og sanngjarn sigur Blika var staðreynd,.
Nikolaj Hansen minnkaði muninn í 3-2 í uppbótartíma en það var of seint fyrir Víkinga. Þetta urðu lokatölur og Breiðablik er meistari meistaranna 2023. pic.twitter.com/N73U5LDHl3
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 4, 2023